Linspire, áður þekkt sem LindowsOS, er GNU/Linux dreifing sem byggir á Debian verkefninu. Linspire er ætlað til þess að auðvelda notkun Linux stýrikerfisins fyrir heimili, skóla og notendur í fyrirtækjum. Linspire leitast við að byggja upp GNU/Linux dreifingu sem er einföld í notkun fyrir hinn almenna tölvunotanda en uppfyllir ekki endilega kröfur þeirra sem eru lengra komnir og búa yfir meiri þekkingu.
Síðasta stöðuga útgáfa Linspire, er útgáfa 5.1 sem gefin var út 21. apríl 2006. Hún inniheldur KDE 3.3.2, Xorg 6.9.0, GCC 3.4.3 og útgáfu 2.6.14 af linux kjarnanum.